Ógnarmáni

11lmapc.jpgMannkyn má aldrei gleyma ađ Dauđaherrarnir hafa ekki veriđ endanlega sigrađir. Ţeir bíđa bara, eins og ţeir hafa ávallt gert. Bíđa, og safna kröftum. Bíđa, og taka viđ eiđum frá nýjum ţjónum sem vilja gangast myrkrinu á hönd. Bíđa ţess ađ ađstćđur í mannheimum séu ţeim í hag.

Höfundur: Elí Freysson
Úgefandi: Elí Freysson
Form: Rafbók
Lengd: Um 300 bls.

Á síđasta ári kom út furđusagan Meistari hinna blindu eftir Elí Freysson sem fékk ágćtar viđtökur. Sögunni var lýst sem myrkri fantasíu. Hiđ sama gildir um famhald Meistarans, Ógnarmána. Reyndar verđur ekki sagt ađ Ógnarmáni sé beint framhald af Meistaranum, ţó svo ađ í bakgrunni séu sömu illmenni og atburđir, ásamt nokkrum persónum sem koma fyrir í báđum sögum. 

Segir hér frá Kody Black, uppgjafahermanni úr Axarhandastríđunum, sem fer um strćti borgarinnar Rauđu rótar, sem er réttnefnt lastabćli. Hann er sannkallađur vigilante, hann hjálpar ţeim sem minna mega sín gegn fjölmörgum ţjófagengjum borgarinnar, sem eđli málsins samkvćmt hugsa honum mörg hver ţegjandi ţörfina. Til hans leitar ungur mađur, en systir hans er týnd. Upphefst ţá mikil leit sem leiđir Kody svo sannarlega í mikla hćttu. Fleiri persónur slást í liđ međ Kody, t.d. Verana og Jeivar. Hjálpast ţau ađ í leitinni en lesendur verđa ađ lesa bókina til ađ komast ađ hvernig fer fyrir ţeim.  

Sögumađur fylgir Kody nćr oftast eftir og er sagan oft ţrćlspennandi. Um margt minnir frásagnarform sögunnar á ţann stíl sem finna má í mörgum fantasíum sem skrifađar hafa veriđ í kringum hina ólíku heima hlutverkaspila, t.d. D&D. Ţeir sem hafa gaman af ţví ađ lesa Robert Jordan, R. A. Salvatore, Margaret Weis og Tracy Hickman ćttu ţví ađ finna eitthvađ viđ sitt hćfi í Ógnarmána. 

Myndmál er međ ágćtum, á köflum hefđi ég kosiđ ađ fá frekari lýsingu á umhverfi og ađstćđum, en heilt yfir er dregin upp dökk mynd af ađstćđum og persónum, sem helst í stíl viđ fyrri bókina. 

Ađ mínu mati eru helstu gallar sögunnar tveir. Annars vegar voru mörg samtöl persóna á milli stirđ og tilsvör ţeirra svöl úr hófi fram, ef svo mćtti ađ orđi komast. Vissulega má fćra rök fyrir ţví ađ oftlega vćru fautar, töffarar og undirheimalýđur ađ rćđa saman, og ţví eđlilegt ađ mál ţeirra litađist af ţví. Hins vegar virkađi ţetta, ţví miđur, oftar en ekki ţveröfugt á mig og mér var fariđ ađ ţykja ţetta tilgerđarlegt. Seinni galli sögunnar felst í alltof mörgum málvillum og slćlegum yfirlestri. Ég kom auga á sagnir sem voru rangt persónubeygđar, setningar međ afar óskýra merkingu og fjölda innsláttarvillna. Nokkuđ sem ég tel ađ hefđi mátt komast hjá međ betri prófarkarlestri.

Ađ göllunum tveimur frátöldum er Ógnarmáni ágćtis lesning. Ég tel ađ saga Ógnarmána sé betri en sú sem finna má í Meistaranum, eđa hún höfđar meira til mín.

Niđurstađa: Ágćt saga, en líđur fyrir lélegan prófarkarlestur. 

Ţorsteinn Mar

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband